Leitað að skipuleggjendum Elds í Húnaþingi 2011
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið en auglýst hefur verið eftir skipuleggjendum fyrir Eld í Húnaþingi 2011. Starfið er sagt tórskemmtilegt og reynslan góð fyrir þá er það reyna.
Æskilegt þykir að nefndin sé skipuð 4 - 7 einstaklingum og til að undirbúningur geti farið vel af stað vantar nú þegar einstakling til að hefja skipulagningu fyrir næstu hátíð. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að senda tölvupóst á eldurihun@gmail.com, eða hafið samband við Helgu í síma 894-4931 eða Sveinbjörgu í síma 866-5390.