Lilja Rafney kosin ritari VG

Á fundi þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í dag, 21. maí 2013,  kaus þingflokkurinn sér stjórn til eins árs sem er þannig skipuð að Svandís Svavarsdóttir gegnir formannssætinu, Árni Þór Sigurðsson varaformannssætinu og Lilja Rafney Magnúsdóttir var kosin ritari.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlaut 10,9% atkvæða í síðustu alþingiskosningum og sjö þingmenn. Þeir eru Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem er eini nýi þingmaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Fleiri fréttir