Ljósmyndasýning í Selasetrinu

Á morgun laugardaginn 20. júní verður opnað ljósmyndasýning í Selasetri Íslands á Hvammstanga, kl. 14. Fjórir húnvetnskir ljósmyndarar sýna verk sín. Þeir eru Bjarni Freyr Björnsson, Jón Eiríksson, Jón Sigurðsson og Pétur Jónsson.

 

Sýningin hefur áður verið sýnd í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur við mjög góðar undirtektar. Menningarráð Norðurlands vestra og Sparisjóðurinn á Hvammstanga styrktu sýninguna.

Í tilefni opnunar verður ókeypis inn í Selasetrið til kl. 15.

Fleiri fréttir