Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóður sameinast í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Frá Reykjavík. Mynd: stjornarradid.is.
Frá Reykjavík. Mynd: stjornarradid.is.

Alþingi hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um að sameina Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun í nýja stofnun sem mun bera nafnið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Á heimsíðu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að markmið stjórnvalda með því að sameina stofnanirnar tvær sé að stuðla að betri, öruggari og skilvirkari húsnæðismarkaði fyrir almenning, byggingariðnaðinn og aðra haghafa.

Í nýrri stofnun verður stjórnsýsla bygginga-, bruna - og húsnæðismála efld auk þess sem stofnunin mun sinna nánara samstarfi við sveitarfélög landsins á þessum sviðum og veita þeim aukinn stuðning. Öllu starfsfólki stofnananna tveggja hefur verið boðið starf hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og verður starfsemin flutt undir sama þak í fyrrum húsnæði Íbúðalánasjóðs að Borgartúni 21. Hermann Jónasson verður forstjóri sameinaðrar stofnunar og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri.

Fimm mynda nýskipaða stjórn HMS
Þá hefur ráðherra skipað stjórn yfir stofnunina en í henni eiga sæti Sigurjón Örn Þórsson, Ásta Pálmadóttir, Björn Gíslason, Elín Oddný Sigurðardóttir og Karl Björnsson.
„Ég er mjög ánægður með að við höfum stigið það skref að setja á fót öfluga stofnun sem heldur á öllum þráðum hvað varðar húsnæðis- og mannvirkjamál, allt frá byggingarefnum og brunavörnum til aðgerða sem stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði. Með því að setja alla þessa starfsemi undir einn hatt verður þróun í þessum mikilvæga málaflokki skilvirkari en áður,“ segir Ásmundur Einar.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir