Mynd að komast á dagskrá Elds

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin á Hvammstanga í lok júí en þessa dagana er unnið að loka undirbúningi á dagskrá hátíðarinnar.

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í boði, skrúðganga, súpa á bryggjunni, dorgveiðikeppni, böll, grill og fleira. Hefð er fyrir glæsilegum tónleikum í Borgarvirki á hátíðinni en að þessu sinni er það Hörður Torfa sem mun spila.

Á heimasíðu Elds er lofað mörgum fleiri skemmtilegum uppákomum sem ekki verður upplýst um fyrr en nær dregur.

Fleiri fréttir