Myndir af þriggja bíla árekstri á Hrútafjarðarhálsi
Við sögðum frá þriggja bíla árekstri í gær sem varð á Hrútafjarðarhálsi á þriðjudag þar sem jepplingi var ekið aftan á mokstursbíl Vegagerðarinnar og skömmu síðar var amerískum pallbíl ekið aftan á jepplinginn.
Meðfylgjandi myndir
af árekstrinum sýna enn frekar hversu litlu mátti muna að ekki fór verr. Baldvin S Baldvinsson ökumaður vegagerðabílsins var með myndavélina með sér og tók þessar óhugnalegu myndir sem segja meira en mörg orð.