Naut féllu í haughús
Björgunarsveitin Húnar var kölluð út snemma á miðvikudagsmorgun til að aðstoða ábúendur á Tannstaðabakka í Hrútafirði en þar höfðu fjögur naut fallið ofan í haughúsið.
Vel gekk að ná gripunum upp úr haughúsinu og var því lokið rétt uppúr níu.
Á vef björgunarsveitarinnar er hægt að sjá myndir frá vettvangi óhappsins.