Nú er úti veður vont
Það hefur verið sannkallað vetrarveður á Norðurlandi vestra síðan seinni partinn í gær en spáin gerir ráð fyrir að veðrið gangi niður eftir hádegi.
Spáin gerir ráð fyrir norðan og síðan norðvestan 13-18 m/s og snjókomu. Dregur úr vindi og ofankomu eftir hádegi. Vestan 5-13 seint í kvöld og styttir upp. Hiti kringum frostmark. Suðvestan 5-10 á morgun, þurrt að kalla og hlýnar.
Hvað færð á vegum varðar þá eru hálka, þæfingur og skafrenningur orð dagsins og því um að gera að kynna sér allar leiðir vel áður en lagt er upp í ferðalag.