Nýir áhorfendapallar í Félagsheimilið á Hvammstanga

Nýju pallarnir komnir upp. Ingibjörg Jónsdóttir fyrir hönd leikflokksins og Sigurður Líndal fyrir hönd félagsheimilisins undirrita samninginn. Mynd: Facebooksíða Leikflokks Húnaþings vestra.
Nýju pallarnir komnir upp. Ingibjörg Jónsdóttir fyrir hönd leikflokksins og Sigurður Líndal fyrir hönd félagsheimilisins undirrita samninginn. Mynd: Facebooksíða Leikflokks Húnaþings vestra.

Síðastliðinn föstudag skrifuðu Félagsheimilið Hvammstanga og Leikflokkur Húnaþings vestra undir nýjan samning þegar fjárfest var í áhorfendapöllum fyrir félagsheimilið. Pallarnir eru þegar komnir í notkun en þeir voru vígðir á lokasýningu leikflokksins á Skógarlífi á föstudaginn. Sagt er frá þessu á Facebooksíðunni Leikflokkur Húnaþings vestra.

Nýju pallarnir eru mikið framfaraskref en með tilkomu þeirra leggst af gífurleg vinna við að stafla upp um 500 vörubrettum sem notuð hafa verið til að útbúa áhorfendapalla og meðlimir leikflokksins hafa leyst af hendi á síðustu tveimur söngleikjasýningum sínum. Ennfremur verður hægt að nota pallana við önnur tilefni eins og að útbúa litið svið utandyra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir