Nýr framkvæmdastjóri hjá USVH

Anton Scheel Birgisson ásamt Líney Heklu dóttur sinni. af Facebook.
Anton Scheel Birgisson ásamt Líney Heklu dóttur sinni. af Facebook.

Á seinasta stjórnarfundi USVH sem haldinn var 13. ágúst síðastliðin steig Eygló Hrund Guðmundsdóttir úr framkvæmdastjórastóli USVH og við tók Anton Scheel Birgisson. Anton, sem á ættir að rekja til Þorlákshafnar og Lubeck í Þýskalandi, er sálfræðimenntaður og er nýbúi í Hrútafirði, þar sem hann starfar við kennslu.

USVH fyrirmyndarhérað ÍSÍ
Þann 26. júlí síðastliðinn  Ungmennasamband Vestur - Húnvetninga viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ, mætti í húsnæði sundlaugarinnar á Hvammstanga og afhenti Reimari Marteinssyni formanni sambandsins viðurkenninguna. Á heimasíðu USVH kemur fram að stjórn hafi öll komið að vinnunni í tengslum við þessa viðurkenningu auk Eyglóar Hrundar Guðmundsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra sambandsins. USVH er þriðja íþróttahéraðið sem fær þessa viðurkenningu frá ÍSÍ á eftir UMSE og UMSS. Á myndinni eru þau Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ og Reimar Marteinsson formaður USVH. Myndina tók Ómar Eyjólfsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir