Nýr skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra

Sigurður Þór Ágústsson hefur tekið við sem skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Tók hann við starfinu af Ágústi Jakobssyni sem ráðinn var til þess að  stjórna nýjum skóla, Naustaskóla á Akureyri.

Í dag lýkur tveggja vikna lestrarátaki þar sem allir nemendur skólans tóku þátt. Ýmislegt var gert til að auka áhuga nemenda á bókum og bókalestri s.s. bókakynningar og heimsóknir rithöfunda. Lestraprófað var fyrir og eftir átak og vonast kennarar skólans til að sjá góðan árangur nemenda eftir þessar tvær vikur.

Fleiri fréttir