Nýr starfsmaður Selaseturs
Í gær hóf Sandra M. Granquist störf við rannsóknadeild Selaseturs Íslands og gegnir hún sérfræðingsstarfi í selarannsóknum í samvinnu við Veiðimálastofnun.
Sandra er dýraatferlisfræðingur og lauk mastersprófi við Háskóla Íslands nú í haust.
Sandra er ekki ókunn Vatnsnesinu því síðasta sumar vann hún undirbúningsrannsókn fyrir Wild North verkefnið á Illugastöðum, þar sem hún skoðaði áhrif ferðamanna á seli.