Opið fyrir skráningar á skákmótið á Blönduósi sem fer fram dagana 15.-21. júní

Mynd: pexels.com
Mynd: pexels.com

Skáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:

Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)

Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.495 kr. á mánuði m/vsk (3.149 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.

Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)

Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 2.495 kr. á mánuði m/vsk. (2.248 kr. án/vsk).

Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)

Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 695 kr. vikan m/vsk. (626 kr. án/vsk).

Fleiri fréttir