Opið hús á Syðri-Kárastöðum
Í gömlum fjárhúsum á bænum Syðri-Kárastöðum, rétt norðan við Hvammstanga, er verið að rækta kanínur til manneldis. Í húsinu eru kringum 400 kanínur á öllu aldursskeiði. Eigandi Kanína ehf. er Birgit Kositzke en hún leggur áherslu á að dýrunum líði vel og að þau hafi nóg pláss.
Laugardaginn 30. maí næstkomandi verður opið hús frá kl. 13:00 – 16:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.
„Komið og skemmtið ykkur með kanínum í vorinu,“ segir í fréttatilkynningu.