Opinn fyrirlestur um selveiðihlunnindi við Húnaflóa

Dr. Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, heldur opinn fyrirlestur í Selasetri Íslands næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00-21:00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Selveiðihlunnindi við Húnaflóa frá 17. öld til 20. aldar.

Í erindinu fjallar Vilhelm um sögu selveiða á Íslandi, sér í lagi við Húnaflóa, og dregur upp mynd af selveiðihlunnindum sem skráð voru á jarðir á svæðinu í opinber gögn. Þrjár jarðabækur voru gerðar með um það bil 100 ára millibili í byrjun 18. aldar, 19. aldar og 20. aldar og í öllum voru selveiðihlunnindi sérstaklega upplistuð. Fjallað verður um þessi hlunnindi og áætlað umfang selveiða líkt og það birtist í umræddum heimildum. Velt verður upp spurningum um vægi selveiða fyrir efnahag og lífsafkomu íbúa á þessu svæði og rætt um þróun viðhorfa manna til sela í ljósi þessarra og fleiri sögulegra heimilda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir