Óskar svara um niðurskurð í heilbrigðiskerfi
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í NV-kjördæmi hefur lagt fram fyrirspurn til Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra er varðar hversu mikið sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Norðvesturkjördæmi er gert að skera niður á árinu 2010.
Í fyrirspurn Gunnars Braga erráðherra einnig innt eftir svörum um hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar hjá stofnunum í kjördæminu, hverri fyrir sig og til hvaða aðgerða stofnanirnar hafa nú þegar gripið.