Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðaslyss

MYND: Ekki tekinn á staðnum heldur gömul.
MYND: Ekki tekinn á staðnum heldur gömul.

Um ellefu leytið í morgun þurfti að ræsa lögreglu, slökkviliðið og sjúkrabíl út vegna umferðaslyss á Öxnadalsheiði. Um er að ræða olíubifreið sem valt út af veginum.

Öxnadalsheiði verður lokuð fyrir umferð í óákveðinn tíma vegna umferðaslyss sem varð um ellefu leytið í morgun. Lögreglan beinir þeim tilmælum til vegfarenda að keyra um Ólafsfjörð og Siglufjörð hvort sem menn eru á suður eða norðurleið.

Ökumaður bílsins er alvarlega slasaður og var ökumaðurinn fluttur beint á sjúkrahúsið á Akureyri. Nú er verið að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Talsverður leki hefur komið úr bílnum segir lögreglan. Gröfur hafa verið fengnar á staðinn til að hefta að olían berist út í nær liggjandi á. Heilir 30.000 lítrar af olíu eru í bílnum.

Búast má við að vegurinn verði lokaður fram eftir degi þar sem einhverja klukkutíma muni taka að dæla olíunni af bílnum. Lögreglan á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins ásamt lögreglu á Norðurlandi eystra.    

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Öxnadalsheiði lokuð fyrir umferð um óákveðinn tíma vegna umferðarslyss. Beinir lögreglan þeim tilmælum til vegfarenda að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð hvort sem menn eru á norður- eða suðurleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir