Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ákvað á fundi sínum laugardaginn 20. mars að viðhafa prófkjör við uppröðun á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 16. og 19. júní nk. Haraldur Benediktsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson hafa öll lýst yfir framboði.

Prófkjörið fer þannig fram að kjósendur merkja við fjóra f rambjóðendur á listanum. Prófkjörið fer eftir prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins og þátttaka heimil:

  1. a) Öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu sem þar eru búsettir.
  2. b) Þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í kjördæminu við kosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá.

Kjörnefnd mun á næstu dögum koma saman og ákveða framboðsfrest og annað í tengslum við prófkjörið. Á fundinum lýstu núverandi þingmenn flokksins, Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, yfir framboði auk Teits Björns Einarssonar, varaþingmanns.

Fundurinn var vel sóttur, en á annað hundrað fulltrúar sátu fundinn sem fór fram á netinu. Sigríður Ólafsdóttir Víðidalstungu, var kjörin formaður kjördæmisráðs. Auk hennar voru kjörin í stjórn: Gísli Gunnarsson Skagafirði, Maggý Hjördís Keransdóttir Patreksfirði, Carl Jóhann Gränz Akranesi, Daníel Jakobsson Ísafirði, Þorsteinn Pálsson Borgarfirði, Sigríður Finsen Grundarfirði og Regína Valdimarsdóttir Skagafirði.

Varamenn eru: Steinunn Gunnsteinsdóttir Sauðárkróki, Kristín Hálfdánsdóttir Ísafirði, Magnús Brandsson Akranesi, Halldóra H. Gestsdóttir Litlu-Giljá, Hjörtur Sigurðarson Patreksfirði, Ármann Sigurðsson Búðardal, Ólafur Pálsson Haukatungu og Haraldur Jóhannesson Enni

Auk þess var kosið í miðstjórn, flokksráð og í kjörnefnd vegna komandi kosninga til Alþingis.

Áður höfðu kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi ákveðið að viðhafa prófkjör við uppstillingu á efstu sætum framboðslista, en þau prófkjör fara bæði fram laugardaginn 29. maí nk.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir