R-rababaraveisla á Sjávarborg í Nýsköpunarviku

Matarboð Nýsköpunarvikunnar. Mynd: SSNV
Matarboð Nýsköpunarvikunnar. Mynd: SSNV

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga mun bjóða uppá rababaradrykki- og mat vikuna 26. maí – 2. júní í samstarfi við R-rabbabara, lítið fyrirtæki á Svalbarðseyri sem sérhæfir sig í að framleiða matvörur úr íslenskum rababara og koma honum á framfæri. Á boðstólnum verða rababarakokteilar, fiskréttir og rababarapæ sem dæmi.

Þetta er liður í “Matarboði Nýsköpunarvikunnar sem Sjávarborg og R-rabarara taka þátt í, en á heimasíðu SSNV er sagt nánar frá verkefninu:
“Matarboðið er samansafn viðburða sem eiga sér stað samhliða Nýsköpunarvikunni dagana 26. maí - 2. júní. Viðburðunum er ætlað að para saman matarfrumkvöðla við veitingaþjónustu og skapa einstaka matarupplifun fyrir gesti. Matarboðið er vettvangur fyrir frumkvöðla og veitingastaði til að vinna saman, kynna sig, starfsemi sína og vörur ásamt því að varpa ljósi á hversu fjölbreytt og margbreytilegt íslenskt frumkvöðlastarf er orðið.”

 /SMH

Fleiri fréttir