Ráða starfsmann í tilraunaverkefni vegna skólaforðunar

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir. Mynd af hunathing.is
Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir. Mynd af hunathing.is

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 11. júní sl. var tekið fyrir og samþykkt samhljóða erindi frá fjölskyldusviði sveitarfélagsins, sem heldur utan um félags- og fræðslu þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að sinna barnavernd, þess efnis að ráða tímabundið starfsmann til sviðsins til að sinna börnum sem klást við skólaforðun ásamt fleiri verkefnum.

Í tilkynningu frá fjölskyldusviði Húnaþings vestra á vef sveitarfélagsins segir að undanfarið hafi mikið verið rætt um svokallaða skólaforðun ungmenna í þjóðfélaginu en þar er átt við að börn á unglingastigi forðist að mæta í skólann. Samfélagið í Húnaþingi vestra sé þar engin undantekning og sést hafi dæmi um slíkt sl. skólaár. 

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, kennari, hefur verið ráðin í starfið frá og með 15. ágúst. Guðrún hefur hefur verið umsjónakennari við Grunnskóla Húnaþings vestra undanfarin ár, bæði á unglinga- og miðstigi og unnið að ýmsum málum innan skólans eins og agamálum og fleira, segir í tilkynningunni. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir