Rignir áfram í dag
Það mun rigna áfram í dag gangi spáin eftir en hún gerir ráð fyrir sunnan 5-10 m/s og dálítilli rigningu en skúrum um og eftir hádegi. Hiti 7 til 13 stig.
Á morgun er gert ráð fyrir sunnan og suðvestanátt á landinu víða 5-10 m/s og skúrir, en bjartviðri á NA- og A-landi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast A-lands.
Á laugardag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og dálítil rigning eða skúrir. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Suðaustan og austan strekkingur og vætusamt, einkum sunnanlands, en heldur hægari, skýjað og úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 6 til 11 stig.