Risalamb á Sporði
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
10.05.2012
kl. 08.22
Ærin Alva á Sporði í Húnaþingi Vestra bar risastórum botnóttum hrúti þann 7. maí með aðstoð húsráðenda en hrúturinn reyndist vera 7,3 kg. Alva sem er þriggja vetra bar tveimur lömbum sem gemlingur, þremur lömbum tveggja vetra og þessum risa hrúit núna.
Eigandi Ölvu er Rakel Alva Friðbjörnsdóttir 3 ára.