Samið um gerð fýsileikakönnunar á auknu samstarfi safna og setra á Norðurlandi vestra

Jón Jónsson, verkefnastjóri Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, undirrita samninginn. Mynd:ssnv.is
Jón Jónsson, verkefnastjóri Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, undirrita samninginn. Mynd:ssnv.is

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum hafa gert með sér samning um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf og mögulega sameiningu safna á Norðurlandi vestra að því er fram kemur á vef SSNV.

Verkefni þetta hefur vísun í byggðaáætlun 2018-2024 og er það fjármagnað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í lok nóvember á síðasta ári gerði mennta- og menningarmálaráðuneytið samninga við fjögur landshlutsamtök sveitarfélaga vegna vinnu við fýsileikakönnun á samstarfi og sameiningu safna með það að markmiði að efla safnastarf í landshlutum. Var landshlutasamtökunum sveitarfélaga falið að gera slíkar kannanir á sínum svæðum í samstarfi og samráði við höfuðsafn og viðurkennt safn með vísan til 13. gr. safnalaga, nr. 141/2011, auk safnaráðs. Árangur af verkefninu skal svo mæla í fjölda safna sem hefja samstarf eða sameinast. 

Gert er ráð fyrir að vinna við verkefnið hefjist á næstu vikum og verði lokið í október 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir