Sauðfé bjargað úr hólma í Víðidalsá

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Húna í gær við að ná tveimur rollum sem hafa verið strandaglópar um tíma í hólma í Víðidalsá við bæinn Árnes í Húnaþingi vestra.

Á heimasíðu björgunarsveitarinnar segir að farið var frá Hvammstanga á Húna 2 Ford Excursion og með tvö fjórhjól og gekk vel að ná rollunum í hólmanum, en áin er í kakaböndum. Eftir að búið var að ná skjátunum var farið með þær í Þorkelshól í Víðidal en þaðan voru þær og verða þær örugglega spenntar að hitta hrútana en nú eru tilhleypingarnar í hámarki.

Fleiri fréttir