Selatalningin mikla 26. júlí
Selatalningin mikla fer fram sunnudaginn 26. júlí næstkomandi. Nú hefur talningarsvæðið verið stækkað og er nú ríflega 100 km. Líkt og fyrri ár óskar starfsfólk Selaseturs eftir hressum og fótfráum sjálfboðaliðum á öllum aldri til að aðstoða við talninguna.
Er skorað á fólk að taka fjölskylduna með og njóta húnvetnskrar náttúru til hins ítrasta. Hressing og viðurkenningarskjal fyrir alla þátttakendur að talningu lokinni. Sjálfboðaliðar mæti í afgreiðslu Selasetursins kl. 14:30. Allir velkomnir.