Síðasta Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra
Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki 19. apríl kl. 18. Mótið átti upprunalega að fara fram þann 21. apríl en var flýtt vegna annarra viðburða sem fara fram í reiðhöllinni þá helgi. Þetta er þriðja og síðasta mótið í vetur og því spennandi að sjá hvaða skóli fer heim með bikarinn til varðveislu næsta árið, segir á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts.
Keppt verður í fegurðarreið (1. – 3. bekkur), tvígangi (4. – 7. bekkur), þrígangi (4. – 7. bekkur), fjórgangi (8. – 10. bekkur) og skeið (8. – 10. bekkur).
Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudaginn 17. apríl. Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda – bekkur – skóli – nafn hests, uppruni og litur – upp á hvora hönd er riðið. Skráningar sendist á thyturaeska@gmail.com.
Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum – kort ekki tekin) áður en mót hefst.
Nánar um reglur keppninnar má lesa á heimasíðu Þyts.