Sú breyting er orðin á starfsemi afurðastöðvar KS. Á Sauðárkróki að slátrun nautgripa hefur verið hætt og verður hún flutt til Akureyrar í sláturhús Kjarnafæðis. Eftir sem áður verður hrossum, fullorðnum og folöldum, slátrað á Sauðárkróki.
Það gekk allt í haginn hjá Tindastóli og Kormáki/Hvöt í Fotbolti.net bikarkeppninni í gærkvöldi í 8 liða úrslitum. Tindastóll tók á móti KFG úr Garðabænum. Er skemmst frá að segja að Stólarnir unnu nokkuð þægilegan sigur, 4–1. Heimamenn vörðust vel og sóttu af krafti og uppskeran því góð.
Í dag, miðvikudaginn 6. ágúst, milli kl. 18:00 og 19:30 verða iðkendur Tindastóls á ferðinni um Krókinn að safna flöskum og dósum. Ef fyrirtæki vilja styrkja knattspyrnustarfið þá er um að gera að senda póst á rabby@tindastoll.is
Flemming – pútt 2025 fór fram föstudaginn 25. Júlí.
Að þessu sinni fór mótið fram í blíðskapar veðri, sól og góður hiti, sem sagt við bestu aðstæður. Góð þátttaka var, alls um 40 þátttakendur frá hinum ýmsu stöðum s. s. Hvammstanga, Borgarbyggð, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Að venju var boðið upp á veitingar s. s. kaffi, gulrætur, ídýfur og konfekt. Þetta er í fimmtánda sinn sem Flemming stendur að púttmóti á Hvammstanga, fyrsta mótið fór fram 2011.
Aðsend Grein:
Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018.
Aðsend grein.
Ég þekki engan sem vinnur við sjávarútveg sem ekki vill umgangast lífríki hafsins af mikilli tillitssemi og með eins sjálfbærum hætti og frekast er unnt. Alls engan. Þess vegna svíður svolítið – og eiginlega svolítið mikið – undan því þegar vísindalegar niðurstöður eru að engu hafðar og tiltekin veiðarfæri tortryggð og töluð niður árum saman með dylgjum og jafnvel fullyrðingum sem ganga þvert á það sem sannara reynist. Þess vegna skrifa ég þessar línur og vona að sem flestir gefi sér nokkrar mínútur til þess að lesa þær.
Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Reynir Snær Magnússon fæddist árið 1993, alinn upp á Sauðárkróki af Aðalheiði Reynisdóttur og Magnúsi Ingvarssyni. Hljóðfærið hans er gítar. Spurður um helstu tónlistarafrek svarar hann: „Ég er nú ekki viss hvað er vert að nefna nema kannski Músíktilraunir 2012. Var þar valinn Gítarleikari Músíktilrauna sem gaf mér mikið spark til að leggja þann metnað í gítarleik sem ég geri í dag.“ Reynir býr nú í Reykjavík en er i jazzgítarnámi i Tónlistarskóla Garðabæjar og stefnir á miðpróf i vor. „Ég er að spila i nokkrum böndum en helst mætti nefna Körrent, sem spilar frekar rokkslegið popp, og Prime Cake sem er "instrumental" fusion kvartet. Svo að sjálfsögðu er ég í alskagfirsku ballsveitinni Hljómsveit kvöldsins.“