Skólarnir af stað
Skólahald Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefst sunnudaginn 23. ágúst n.k. kl. 17:00 í Bóknámshúsi skólans. Þar verða stundaskrár afhentar ásamt bókalistum.
Alls eru nemendur í dagskóla nálægt 400 talsins og eru þá fjarnemar ekki hafðir með í þeirri tölu.
Heimavist skólans er vel setin en þó er pláss fyrir fleiri nemendur. Hún opnar kl. 13:00 þann sama dag. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst.
Ekki verður mikið skorið niður í skólastarfinu vegna kreppunnar en skólahöldurum er gert að spara og er þá helst gripið til þess ráðs að fækka fámennum áföngum.