Skólaviðbyggingu vísað til fjárhagsáætlunargerðar

Byggðaráð Húnaþings vestra hefur vísað samantekt og tillögum starfshóps um vinnu við hönnum viðbyggingar Grunnaskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2009.

Á fundi byggðaráðs í gær var lögð fram samantekt Ágústs Jakobssonar, formanns starfshópsins.  Samantektinni fylgdu fundargerðir starfshópsins sem skipaður var á árinu 2007 og hönnunargögn. Tillaga starfshópsins er að síðustu hönnunartillögu arkitekts ásamt framkomnum athugasemdum sé vísað til sveitarstjórnar til ákvörðunar um hvort vinna eigi að frekari útfærslum.

Fleiri fréttir