Slátur til styrktar Krabbameinsfélaginu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
23.09.2009
kl. 08.53
Konur í Húnaþingi vestra unnu hörðum höndum að sláturgerð í gær en það mun gleðja káta kaupendur sem mæta á basar þann 9. október n.k. en þar verður slátrið selt.
Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands. Helga Hin sendi Feyki myndir af þessum þjóðlegu konum í sláturgerðinni.