Snjóþekja og hálkublettir
Vegfarendur ættu að fara varlega á fjallvegum þar sem snjólínan færist æ neðar. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er snjóþekja á Holtavörðuheiði og á Þverárfjalli og hálkublettir eru í Vatnsskarði.
Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Þorskafjarðarheiði, Tröllatunguheið og Steinadalsheiði. Snjóþekja er á ströndum, Steingrímsfjarðarheiði, Kleifaheiði, Þungfært er um Klettsháls, Hálfdán, og Hrafnseyrarheiði, þæfingsfærð er á Dynjandisheiði.
Búast má við því að þetta taki upp þegar líður á daginn. Varað er við sandfoki í Hvalnesi. Aðrir vegir eru greiðfærir.