Söfn og setur á norðurlandi vestra
13. janúar var haldinn undirbúnings- og kynningarfundur um formlegt samstarf safna, setra og skyldrar starfsemi á Norðurlandi vestra. Fundurinn, sem var að frumkvæði Menningarráðs og Vaxtarsamnings, var haldinn á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og á hann mættu um 20 manns.
Framsögu hafði Gísli Sverrir Árnason, sem sagði frá Safnaklasa Suðurlands og svaraði fyrirspurnum. Nokkrar umræður spunnust og í lok þeirra var myndaður undirbúningshópur að stofnun sambærilegra samtaka í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Hópinn skipa Ingibjörg Gestsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins á Reykjum, Ásdís Birgisdóttir framkvæmdastjóri Textílsetursins á Blönduósi og Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Heimild: SSNV