Starfsfólk vantar á fjölskyldusvið Húnaþing vestra

Leitað er að starfsfólki sem getur unnið við liðsveislu á heimili fatlaðs einstaklings í Húnaþingi vestra. Starfið felur í sér aðstoð við athafnir daglegs lífs, aðallega við umönnun en um er að ræða tímavinnu þar sem farið er nokkru sinnum á dag á heimilið í 1-2 tíma í senn.

Á heimasíðu Húnaþings vestra kemur fram að leitað sé að ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingum sem hafi áhuga á að starfa með fötluðu fólki og eru góðir í mannlegum samskiptum. Lögð sé áhersla á gagnkvæma virðingu og háttvísi, lipurð í mannlegum samskiptum og stundvísi.

Sjá nánar á Húnaþing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir