Stefnt á að hefja nám í matvælaiðn við FNV í haust
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
03.07.2025
kl. 12.18
oli@feykir.is
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur undanfarið, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, unnið að nýrri námsbraut í matvælaiðn. Í tilkynningu á vef skólans segir að brautin sé 60 einingar og ljúka nemendur námi á 2. þrepi framhaldsskólastigs.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Laufléttur leikur í Laugardalshöll
Það reyndist leikur kattarins að músinni þegar Tindastólsmenn mættu nýliðum Ármanns í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ármenningar voru án stiga í Bónus deildinni fyrir leik og þeir virtust ekki hafa neina trú á að því að þeir gætu gert Króksurunum skráveifu. Gestirnir tóku rækilega völdin í fyrsta leikhluta og leiddu með 18 stigum að honum loknum. Þrátt fyrir eitt eða tvö áhlaup voru heimamenn aldrei nálægt því að ógna forystu Stólanna sem gáfu svo í á endasprettinum og unnu örugglega. Lokatölur 77-110.Meira -
Lækkun á gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar fyrir árið 2026
Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem haldinn var 24. október sl. var samþykkt að lækka gjaldskrá sorphirðu heimila um 4%. Að sögn Einars E. Einarssonar formanns nefndarinnar er lækkunin í raun meiri því inn í þetta kemur líka samningsbundin hækkun til Íslenska Gámafélagsins (ÍG), sem er áætluð um 5% á árinu 2026. Einnig hækkar urðunarkostnaður hjá Norðurá bs. um 4,3% á næsta ári. Raunlækkun sorphirðugjalda er því um 9% að sögn Einars.Meira -
Samdi lagið á gítarinn hans pabba
Emelía Íris Benediktsdóttir oftast kölluð Íris er 15 ára nemandi í tíunda bekk Grunnskóla Húnaþings vestra. Hún er dóttir Sigrúnar Birnu Gunnarsdóttur og Benedikts Guðna Benediktssonar en hann spilar einmitt á gítar og hefur líka mikinn áhuga á tónlist og lítur Íris mikið upp til hans fyrir það að eigin sögn. Eldri systur Írisar eru Rakel Jana og Arnheiður Diljá, þær æfðu m.a. á píanó og Diljá er einnig í söngnámi núna og er sjálf að prófa sig áfram í því að semja tónlist. Eldri bróðir hennar, Ástvaldur Máni, spilar á trommur og yngri fósturbróðir hennar æfir á trommur líka, Darius Gunnar, svo það er óhætt að segja að það sé mikið um tónlist í kringum Írisi.Meira -
Heimtur virðast vera góðar
Þessa bráðskemmtilegu drónamynd hér að ofan tók Halldór Gunnar Hálfdansson bóndi á Molastöðum í Fljótum í síðustu viku þegar veturinn lét á sér kræla. Feykir nýtti tækifærið og spurði bóndann út í veður og heimtur.Meira -
„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“
Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.Meira
