STÓÐRÉTTIR Í VÍÐIDAL
Um helgina verður Stóð réttað í Víðidalstungurétt Vestur Húnavatnssýslu.
Á föstudagsmorgun er riðið framm á heiði og stóðinu smalað úr Gaflinum.
Rúmlega 500 (fyrir utan folöld ) hross voru rekin á heiði í sumar og má gera ráð fyrir að til réttar verði rekin milli 6 og sjöhundruð, að folöldum meðtöldum.
Gestum er boðið að taka þátt í smöluninni, einnig er þeim boðið upp á súpu á Fosshól og kaffi á vélageymslunni á Kolugili . Gera má ráð fyrir að á annað hundrað gestir taki þátt í gleðinni. Íshestar með Einar Bollason í broddi fylkingar eru orðnir fastagestir og koma um 50 manns af ýmsum þjóðernum á þeirra vegum.
Á laugardagsmorgun kl. 10.00 stundvíslega er stóðið rekið til réttar og réttastörf hefjast. Við réttina verður boðið upp á sölusýningu, uppboð á völdum hrossum, þar verður meðal annara boðið upp merfolald undan Hóf frá Varmalæk og Kilju frá Steinnesi.
Allir þeir sem kaupa veitingar af kvenfélaginu Freyju í réttarskúrnum ,fá happdrættismiða
í vinninga eru meðal annars : brúnskjótt hestfolald, reiðtúr með Íshestum og ýmsar hestavörur og aðrir eigulegir munir.
Öll aðstaða við réttina er hin besta, þar er veitingaskúr sem rúmar hátt í 100 manns í sæti og vatnssalerni.
Dagskrá réttardags er á þessa leið:
kl. 10 - stóðið rekið til réttar og réttarstörf hefjast.
kl. 13 - sölusýning á svæði fyrir vestan réttina.
kl. 14.30 Uppboð á völdum hrossum.
kl. 15 Dregið í happdrættinu.
kl. 23-03.00 Stóðréttardansleikur í Víðihlíð. Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi.