Stólastúlkur mörðu mikilvægan sigur gegn Fram
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
05.09.2025
kl. 08.50
Það voru um 200 manns sem sóttu leik Tindastóls og Fram í Bestu deild kvenna á Króknum í gærkvöldi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir lið Tindastóls sem varð hreinlega að vinna leikinn til að koma sér betur fyrir í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni og að halda liði Fram í seilingarfjarlægð. Það hafðist því Stólastúlkur uppskáru 1-0 sigur eftir baráttuleik þar sem Gen í marki Tindastóls var hreint frábær.