Styrkjamöguleikar Evrópuáætlana

RANNÍS stendur í þessari viku fyrir kynningarfundum á Norðurlandi um tækifæri á sviði mennta- og menningarmála. Fundirnir verða haldnir í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 28. ágúst kl. 12:00-13:30, í Ráðhúsinu á Siglufirði fimmtudaginn 29. ágúst kl. 10:00-11:30 og í Verksmiðjunni, sal  Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Glerárgötu 34 á Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00-16:30.

Á fundunum verða tækifæri á sviði mennta- og menningarmála kynnt stuttlega og fulltrúar áætlana verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.

Evrópuáætlanir:
Creative Europe, menningaráætlun Evrópusambandsins og þróunarstyrkir EFTA.
Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins.
Nordplus, norræn menntaáætlun.

Að auki mun fulltrúi Byggðastofnunar kynna stuttlega styrkjamöguleika Norðurslóðaáætlunar (NPA) og Norræna Atlantssamstarfsins (NORA) og svara spurningum.
Á fundinum sem haldinn verður í Eyvindarstofu á Blönduósi verður boðið upp á súpu og brauð

Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir