Sumaráætlun Strætó tekur gildi 19. maí
Á sunnudaginn mun sumaráætlun Strætó taka gildi, eins og sagt er frá í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Gildir hún til 14. september í haust. Nánari upplýsingar og leiðarvísir helstu leiða fyrir Vestur- Norðurland er að finna á heimasíðu Strætó.
Helstu breytingar á akstursleið Strætó á Norðvesturlandi eru þessar:
Leið 57: Tvær ferðir á laugardögum milli Akureyrar og Reykjavíkur eins og aðra daga
Leið 58:Tvær ferðir alla daga vikunnar á milli Stykkishólms og Borgarnes með tengingu til og frá Reykjavík.
Leið 59: Ekið til Hólmavíkur fjórum sinnum í viku, þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga, tenging við ferð á leið 57 sem fer úr Reykjavík um 15:30 og komið til baka til Reykjavíkur um 22:50. Engar ferðir á Reykhóla.
Leið 81: Ein ferð kl. 10:28 alla daga og seinnipartsferð kl. 16:55 verður einnig í boði föstudaga og sunnudaga á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst.
Leið 82: Leiðin verður tekin úr pöntunarþjónustu yfir sumarmánuðina.
Fréttatilkynning