Sumarhátíðin Bjartar nætur
Sumarhátíðin Bjartar nætur verður í Hamarsbúð á Vatnsnesi laugardaginn 22. júní næstkomandi og hefst klukkan 19. Þar bjóða Húsfreyjurnar gestum að sérstæðu Fjöruhlaðborði sem svignar undan fjölbreyttum og sjaldséðum réttum. Gönguferð með leiðsögn verður farin þennan sama dag.
Fjöruhlaðborðið er löngu landsþekkt og sækja gestir þangað um langan veg til að njóta þeirrar sérstöðu sem þarna er boðin. Mikið er lagt upp úr að matföngin á hlaðborðinu séu allt í senn: Fjölbreytt, sérstakt og í fyrsta gæðaflokki svo flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Matseðilinn er birtur á www.nordanatt.is.
Fjöldasöngur, tónlist og bögglauppboð.
Miðaverð er kr. 4000 fyrir fullorðna og kr. 1500 fyrir 6-12 ára.
Gönguferð með leiðsögn verður farin þennan sama dag. Gengin verður ströndin frá Ánastaðastapa að Hamarsbúð. Um 5,5 km löng leið sem flestir geta gengið. Gott útsýni til Strandafjalla. Brottför klukkan 16:30 frá bílastæði fyrir ofan Ánastaðastapa. Húni.is segir frá þessu.