Sushi-veisla og Stúkurnar frá Akranesi
Sushi-veisla verður í Ásbyrgi næstkomandi laugardagskvöld og eftir matinn verður boðið upp á tónleika með kvennatríóinu „Stúkurnar frá Akranesi“.
Fram kemur á heimasíðu Norðanáttar að nokkrar áhugamanneskjur um sushi hafa tekið sig saman og skipulagt kvöldið.
„Þetta er tilvalið tækifæri til að klæða sig upp, koma saman, hafa gaman og borða framandi mat. Fólk þarf ekki að koma með neitt með sér nema að það vilji kannski sötra eitthvað gott með, en þær skaffa allt hitt. Vert er að taka það fram að þær nota alls ekki hráan fisk í bitana. Þær nota ýmist silung, lax, reykta hrefnu, allskonar grænmeti, smurost og jafnvel eitthvað fleira góðgæti,“ segir í tilkynningunni.
Til að hægt verði að tryggja að nóg verður af mat fyrir alla þarf að skrá sig til þátttöku hjá Helgu Hinriksdóttur í síma 894 4931 eða að senda henni póst á helgrun@gmail.com.
Maturinn hefst kl. 19 og eru allir boðnir velkomnir í veisluna. Verðið á matnum 1500 kr. en á tónleikana sem hefjast kl. 21, kostar 1500 kr. Ef fólk vill bæði vera í matnum og tónleikunum kostar það 2500 kr. saman. Hægt er að sjá tónlistarbrot með Stúkunum hér.