Sviðamessa framundan
Hin árlega Sviðamessa „Húsfreyjanna“ á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð föstudaginn 7. og laugardaginn 8. okt., einnig laugardaginn 15. okt. ef næg þátttaka fæst. Sem fyrr verða á borðum ný, söltuð og reykt svið, sviðalappir, kviðsvið ásamt gulrófum og kartöflum.
Borðhald hefst kl. 20:00 og er miðaverði stillt í hóf en aðeins kostar kr. 3000 í veisluna. Eingöngu er tekið á móti pöntunum í síma 451 2696 frá og með 4. - 6. okt. og rennur allur ágóði til góðgerðarmála í héraði. Allir eru velkomnir.