Sviðamessa um s.l. helgi
Um síðustu helgi var hin árlega Sviðamessa haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Að venju voru það Húsfreyjurnar sem sáu um að halda þessa glæsilegu matarveislu og verður ágóðanum varið til góðgerðarmála í Húnaþingi vestra.
Margt var um manninn líkt og endra nær, enda hafa vinsældir Sviðamessunnar aukist frá ári til árs og hefur stundum verið ákveðið að fjölga Sviðamessu-kvöldunum til að sem flestir komist að. Ákveðið hefur verið að halda annað Sviðamessu-kvöld um næstu helgi vegna aðsóknar.
Veislustjóri sá um að gera kvöldið enn skemmtilegra og svo var sungið af hjartans list.
Fleiri myndir er hægt að sjá á Norðanáttinni