Talsverð fækkun á atvinnuleysisskrá

Enn má vinna laus störf hjá svæðisvinnumiðlun

 Í dag 9. september eru 88 einstaklingar að einhverju eða öllu leyti án atvinnu á Norðurlandi vestra og er þetta lægsta tala sem sést hefur frá því snemma á árinu.

 

 

Þá eru enn auglýst laus störf til umsóknar á starfatorgi Vinnumálastofnunar auk þess sem störf hafa verið auglýst í dagblöðum og auglýsingapésum svo það lítur út fyrir að einhver hreyfing sé á atvinnulífinu á þessu svæði.

Fleiri fréttir