Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar um allt land

Frá heimsókn þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Ljósheima fyrr á árinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Róbert Smári Gunnarsson, formaður Víkings, félags ungra sjálfstæðismanna í Skagfirði. Mynd: PF.
Frá heimsókn þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Ljósheima fyrr á árinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Róbert Smári Gunnarsson, formaður Víkings, félags ungra sjálfstæðismanna í Skagfirði. Mynd: PF.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú á faraldsfæti og funda vítt og breitt um landið. Í dag verða þeir m.a. í Eyvindarstofu á Blönduósi klukkan 17:30 og í Ljósheimum Skagafirði í kvöld kl. 20:00. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og þingmennirnir Birgir Ármannsson, Haraldur Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir ræða stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurnum fundarmanna.

Á heimasíðu flokksins kemur fram að fundirnir séu hluti af fundaröð þingflokksins í kjölfar vel heppnaðrar hringferðar flokksins fyrr á árinu. Að þessu sinni munu þingmenn fara vítt og breitt um landið í smærri hópum og ræða við flokksmenn um það sem efst er á baugi.

Gengið um allt land
Þann 18. ágúst ætla sjálfstæðismenn að ganga um allt land í einn klukkutíma milli kl. 12:00 og 13:00 í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfélögin í Skagafirði boða til klukkutíma fjölskyldugöngu um Litla skóg á Sauðárkróki. Farið verður frá heimavist Fjölbrautaskólans upp Litla skóg, Nafir, Kirkjustíg og Suðurgötu og endað við heimavist þar sem verða grillaðar pylsur. Gangan tekur um klst. og er öllum fær og allir velkomnir að slást í hópinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir