Þjóðvegur 1 um Húnavatnssýslur nánast hættulegur
Á ársþingi SSNV sem fram fór í Miðgarði nú um helgina voru samgöngumál mikið rædd og sendi þingið frá sér ályktun þar sem fram kom að þjóðvegur 1 í gegnum Húnavatnssýslur þoli ekki þá umferð sem um hann er. Vegurinn sé of mjór og beinlýnis orðin hættulegur. Brýnt sé að ráðast strax í viðhald vegarins.
Jafnframt beindi fundurinn þeim tilmælum til Samgönguráðherra að hugað verði að því að lækka þjóðveginn um Holtavörðuheiði auk þess sem óskað var eftir því að héraðsvegir verði malbikaðir.