Tillögur um sameiningu prestakalla

Hólaneskirkja á Skagaströnd. Mynd:FE
Hólaneskirkja á Skagaströnd. Mynd:FE

Á Kirkjuþingi 2019 var fjallað um breytingar sem framundan eru á skipulagi þjóðkirkjunnar og snúa þær að sameiningu prestakalla eða flutningi þeirra milli prófastsdæma. Meðal þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru er að Breiðabólstaðar-, Melstaðar-, Skagastrandar- og Þingeyraklaustursprestakall í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi sameinist í Húnavatnsprestakall. Önnur umræða um sameiningartillögurnar mun fara fram á framhaldsþingi Kirkjuþings í mars 2020. 

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um breytingar á skipulagi þjóðkirkjunnar og rætt við Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Biskupsstofu. Þar kemur fram að prestsembættum muni ekki fækka heldur verða fleiri prestar í hverju hinna sameinuðu prestakalla. Af því leiðir öflugri sóknir, betri þjónustu og meiri samvinnu starfsfólks, að sögn Péturs. Segir hann að haft sé samráð við sóknarnefndir um sameiningu prestakalla. Kirkjuþing, sem er æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, taki endanlega ákvörðun um skipulagsbreytingarnar.

„Hingað til hafa þetta ekki verið þvingaðar sameiningar. Þetta hefur verið vel undirbúið heima í héraði og menn hafa áttað sig á kostunum og tækifærunum við að sameina,“ sagði Pétur. „Með sameiningunum verða til öflugri vinnustaðir. Það hefur háð mörgum prestum að vera einir í sínu prestakalli. Við sameiningu eignast þeir tvo til þrjá samstarfsmenn, samverkamenn og bakhjarla í prestakallinu. Það er helsti kosturinn,“ sagði Pétur ennfremur. Prestarnir geti betur leyst hver annan af án þess að kalla þurfi til utanaðkomandi auk þess geti þeir ráðfært sig við vinnufélagana og skipt með sér verkum. Þetta gerir prestum einnig kleift að sérhæfa sig

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir