Trölli sendir úr frá Eldi í Húnaþingi

Greta Clough, framkvæmdastjóri Elds í Húnaþingi, og Gunnar Smári Helgason, útvarpsstjóri FM Trölla, þegar gengið var frá samkomulaginu. Mynd:trolli.is
Greta Clough, framkvæmdastjóri Elds í Húnaþingi, og Gunnar Smári Helgason, útvarpsstjóri FM Trölla, þegar gengið var frá samkomulaginu. Mynd:trolli.is

Útvarpsstöðin Trölli verður með beinar útsendingar frá Hvammstanga og nágrenni á hátíðinni Eldur í Húnaþingi sem hefst í dag og stendur til sunnudags.

Að því er segir á vef Húnaþings vestra verður útvarpað beint frá völdum viðburðum og dagskrárgerðarfólk verður með þætti og viðtöl úr hljóðveri FM Trölla á Hvammstanga og ræðir við fólk á förnum vegi. Fyrsta útsendingin verður frá setningu Eldsins klukkan 18 í dag.

FM Trölli sendir út í Skagafirði og á norðanverðum Tröllaskaga á fm 103.7, á Hvammstanga á fm 102.5 og um víða veröld á vefnum trolli.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir