Tveimur styrkjum úthlutað úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra
Byggðarráð Húnaþings vestra hefur lokið úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Sjóðurinn var auglýstur til umsóknar nýverið og rann umsóknarfrestur út 10. janúar. Tvær umsóknir bárust að þessu sinni, þar sem sótt var um samtals þrjár milljónir króna, en til úthlutunar voru 2,5 milljónir króna.
Að loknu mati á umsóknum samþykkti byggðarráð að veita einkahlutafélaginu Framhugsun styrk að upphæð tvær milljónir króna vegna verkefnisins Rabarbaron – efling framleiðslu og úrvinnsla afurða.
Þá hlaut Selasetur Íslands styrk að fjárhæð 500 þúsund krónur vegna verkefnisins Markaðssókn Selasetursins vegna selaskoðunar í sýndarveruleika.
