Tveir til viðbótar greindust með Covid á Sauðárkróki

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú fyrir stundu kemur fram að tvö ný Covit-19 smit hafi greinst á Sauðárkróki í gærkvöldi. Þar með er fjöldi smitaðra í bænum kominn upp í ellefu.

Í áðurnefndri tilkynningu kemur fram að einn hinna smituðu muni taka út sína einangrun í öðru sveitarfélagi og fækkar því um einn í yfirliti Skagafjarðar en skráning hans færist því annað. Alls eru 345 manns í sóttkví á Norðurlandi vestra, 39 færra en í gær, flestir á Sauðárkróki eða 281.

„Við verðum að takast á við þetta með jákvæðni og samheldni að vopni og þá siglum við í gegn,“ segir í tilkynningu aðgerðarstjórnarinnar sem birt var á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Förum varlega, munum sóttvarnirnar og þá komumst við saman í gegnum þetta verkefni !!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir