Umhleypinga- og vætusamur september

Þriðjudaginn 3. september klukkan 14:00 mættu 13 félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar. Samkvæmt tilkynningu frá spámönnum eru þeir sáttir við hvernig spáin gekk eftir í meginatriðum. 

Tunglið sem er ríkjandi fyrir september kviknaði 30. ágúst í suðaustri  klukkan 10:37.  Nýtt tungl kviknar 28. september í vestri og er það laugardagstungl, sem þykir gott.  Framan af verður september umhleypingasamur, vætusamur og áttir frekar vestlægar.  Þegar líður á mánuðinn mun veðrið lagast og verða viðunandi. 

„Eins og svo oft áður þegar sumarið er ekkert sérstakt þá getur september oft verið ágætur þannig að við bara vonum,“ segja fundarmenn sem voru þó á báðum áttum með það hvernig september muni verða en engir draumar fylgdu þó með í vangaveltum. Mun þetta meira vera byggt á tilfinningu.  Fundi lauk klukkan 14:30

Veðurvísa:
Í ágúst slá menn engið
og börnin tína ber.
Í september fer söngfugl
og sumardýrðin þver.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir